• mið. 03. júl. 2013
  • Landslið

Markahæstu leikmenn á Opna NM U17 kvenna eftir tvær umferðir

England-Noregur á Opna NM U17 kvenna
nmu17kvenna2013-eng-nor-3

Að tveimur umferðum loknum á Opna NM U17 kvenna, sem fram fer hér á landi, er ekki úr vegi að kíkja á markahæstu leikmenn mótsins.  Í A-riðli hafa Þjóðverjar skorað langmest af mörkum og því eðlilegt að þeirra leikmenn séu áberandi.  Markahæst er Jasmin Sehan með þrjú mörk og félagi hennar í þýska liðinu hefur skorað tvö mörk, eins og Esther Rós Arnarsdóttir, sem skoraði bæði mörk Íslands gegn Hollandi á þriðjudag.

Í B-riðli hafa tveir leikmenn skorað þrjú mörk. Báðar eru þær danskar og heita ansi líkum eftirnöfnum - Nicoline Sörensen og Emma Sorensen.  Á hæla þeirra með tvö mörk koma hin norska Vilde Fjelldal og Ashleigh Plumptre frá Englandi.

Ekki er leikið í mótinu í dag, en lokaumferð riðlakeppninnar fer fram á fimmtudag.  Þá mætir Ísland Finnlandiá N1-vellinum í Sandgerði kl. 16:30 og er leikurinn í beinni útsendingu á http://www.sporttv.is/.  

Minnt er á Facebook-síðu mótsins og er fólk hvatt til að "læka" síðuna.