• þri. 02. júl. 2013
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Hollendingum í dag

Ísland á NM U17 kvenna 2013
nmu17kvenna2013-isl-ger-2

Í dag, þriðjudag, fer fram önnur umferð á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða kvenna.  Ísland mætir Hollandi á Nettó-vellinum í Reykjanesbæ kl. 16:00 og hefur Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins tilkynnt byrjunarlið sitt. 

Úlfar gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu og færir jafnframt leikmenn eilítið til í stöðum.  Petrea Björt Sævarsdóttir meiddist í fyrsta leik og verður ekki meira með í mótinu.  Inn í liðið koma markvörðurinn Selma Líf Hlífarsdóttir ásamt Huldu Hrund Arnarsdóttir og Andreu Mist Pálsdóttur.

Þá tekur Lilly Rut Hlynsdóttir við fyrirliðabandinu af félaga sínum á miðjunni, Ingibjörgu Sigurðardóttur.

Byrjunarlið Íslands

  • Markvörður:  Selma LÍf Hlífarsdóttir
  • Miðverðir:  Bergrós Lilja Jónsdóttir og Tanja Líf Davíðsdóttir
  • Bakverðir:  Arna Dís Arnþórsdóttir (vinstri), Hulda Hrund Arnarsdóttir (hægri)
  • Miðjumenn:  Lillý Rut Hlynsdóttir (fyrirliði) og Ingibjörg Sigurðardóttir
  • fremri miðjum:  Sigríður María Sigurðardóttir
  • kantar:  Andrea Mist Pálsdóttir (vinstri) og Hulda Ósk Jónsdóttir (hægri)
  • Framherji:  Esther Rós Arnarsdóttir

Facebook-síða mótsins

Frétt um leiki dagsins:  http://www.ksi.is/landslid/nr/11054