Ólympíuvikan - Kvennalandsliðið býður í heimsókn
Hægt verður að fara á æfingu hjá kvennalandsliðinu í knattspyrnu í Ólympíuvikunni. Föstudaginn 28. júní munu stelpurnar æfa á Valbjarnarvelli í Laugardal og hefst æfingin kl.10:00 og stendur til 11:30.
Eftir æfingu er möguleiki að fá mynd af hópnum með landsliðsstelpunum og/eða eiginhandaráritun. Þeir sem hafa áhuga á að koma með hópa geta haft samband við Dag hjá KSÍ; dagur@ksi.is.
Á hverju ári er haldið upp á alþjóðlega Ólympíudaginn út um allan heim þann 23. júní. Þann dag árið 1894 var alþjóða Ólympíunefndin stofnuð. Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. En í stað þess að vera með einn dag hefur undanfarin ár verið boðið uppá Ólympíuviku. Þá eru íþróttafélög og leikjanámskeið frístundaheimila hvött til þess að bjóða upp á Ólympíuþema, hvort sem það er einn dag vikunnar eða öll vikan 24. - 28. júní.