• fös. 21. jún. 2013
  • Dómaramál

Vegna umræðu um notkun spjaldtölva á varamannabekk

Merki FIFA
FIFA

Vegna umræðu um notkun spjaldtölva á varamannabekk og við boðvang á knattspyrnuleikjum er rétt að fram komi að samkvæmt túlkun FIFA er bannað samkvæmt knattspyrnulögunum að skoða beinar útsendingar af leikjum á boðvangi (technical area) á meðan á leik stendur. 

Það þýðir með öðrum orðum að hvers kyns búnaður sem getur tekið á móti beinum útsendingum frá viðkomandi knattspyrnuleik er bannaður í boðvangi á meðan leik stendur, þar með taldar spjaldtölvur sem eru nettengdar og geta tekið á móti slíkum útsendingum.  Notkun slíks búnaðar í boðvangi er því óheimil og ber dómurum að ganga úr skugga um að bannið sé virt