A kvenna - Leikið gegn Dönum í dag
Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag vináttulandsleik gegn Dönum og fer leikurinn fram í Viborg. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma en þetta er síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð sem hefst 10. júlí.
Aðstæður eru hinar bestu í Viborg á æfði íslenska liðið á keppnisvellinum í gær. Allir leikmenn hópsins eru heilir og klárir í slaginn.
Þetta er sjöunda viðureign þessar þjóða hjá A-landsliði kvenna en Danir hafa unnið fimm sinnum en Íslendingar einu sinni, á Algarve 2011.
Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.
Íslenska liðið mun leika í sorgarbönd í dag vegna andláts Ólafs Rafnssonar, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.