• þri. 28. maí 2013
  • Landslið

U21 karla - Hópurinn sem mætir Armeníu

U21 landslið karla
ksi-u21karla

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Armeníu í undankeppni EM.  Leikið verður í Jerevan, fimmtudaginn 6. júní, og er þetta annar leikur Íslands í þessari undankeppni.  Fyrsti leikurinn var gegn Hvít Rússum og höfðu Íslendingar þar betur.

Hópurinn er sá sami og hafði sigur gegn Hvít Rússum að því undanskildu að Gunnar Þorsteinsson kemur inn í hópinn í stað Sverris Inga Ingasonar sem er í leikbanni.

Þjóðirnar hafa tvisvar áður mæst í þessum aldursflokki og var það í undankeppni fyrir EM 2000.  Armenar höfðu þá betur ytra en Íslendingar unnu 2 - 0 á Kaplakrikavelli.

Hópurinn