Treyjupottur Reykjadals
Treyjupottur Reykjadals er söfnunarátak sem knattspyrnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson stendur að í samstarfi við íslenskt afreksfólk í knattspyrnu. Leikmennirnir hafa gefið treyjur sínar til þessa frábæra málefnis og rennur ágóðinn til Styrkarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur Reykjadal, sumardvalarheimili fyrir fötluð börn í Mosfellsdal. Hver einasta króna sem kemur inn rennur óskert beint á reikning Reykjadals.
Taktu þátt!
Hringdu þig inn í treyjupottinn og þú gætir unnið áritaða treyju einhvers af fjölmörgum atvinnumönnum okkar Íslendinga og um leið gert fötluðum börnum og ungmennum kleift að upplifa sumarævintýri í Reykjadal.
Allt sem þú þarft að gera er að hringja í síma 901 7171* og þá styrkir þú starfið í Reykjadal um 2.000 kr. Þar með ert þú komin(n) í pottinn sem dregið verður úr þann 11. júní nk.
Vinningar
Í boði eru yfir 50 áritaðar treyjur frá flestu af okkar fremsta knattspyrnufólki. Ýmist er um að ræða treyjur þeirra liða sem þau spila með á erlendri grundu eða íslensku landsliðstreyjuna. Að neðan getur að líta lista yfir þá sem þegar hafa staðfest þátttöku.
Útdráttur
Dregið verður þann 11. júní undir vökulum augum fulltrúa sýslumanns. Vinningaskrá verður birt um leið og dregið hefur verið og í kjölfarið mun Pósturinn hefjast handa við að koma treyjum til vinningshafa.
Um verkefnið
Vilt þú leggja okkur lið
Hringdu þig inn í treyjupottinn og þú gætir unnið áritaða treyju einhvers af fjölmörgum atvinnumönnum eða –konum okkar Íslendinga og um leið gert fötluðum börnum og ungmennum kleift að upplifa sumarævintýri í Reykjadal.
Allt sem þú þarft að gera er að hringja í síma 901 7171 og þá styrkir þú starfið í Reykjadal um 2.000 kr. Þar með ert þú komin(n) í pottinn sem dregið verður úr þann 11. júní n.k.
Fylgstu með á Facebook síðu átaksins: https://www.facebook.com/Treyjupottur
Vinningar
Í boði eru yfir 50 áritaðar treyjur frá flestum af okkar fremstu knattspyrnukonum og -mönnum. Ýmist er um að ræða treyjur þeirra liða sem þau spila með á erlendri grund eða íslensku landsliðstreyjuna. Að neðan getur að líta lista yfir þá sem þegar hafa staðfest þátttöku. Hugsanlegt er að þeim fjölgi enn frekar og að sjálfsögðu munum við þá bæta þeim á listann.
Útdráttur
Dregið verður þann 11. júní undir vökulum augum fulltrúa sýslumanns. Vinningaskrá verður birt hér um leið og dregið hefur verið og í kjölfarið mun Pósturinn hefjast handa við að koma treyjum til vinningshafa.
Skilmálar
"Með þátttöku í treyjupottinum heimilar þú fjarskiptafyrirtækjum að afhenda upplýsingar um númer þitt til forsvarsmanna Reykjadals eða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þær upplýsingar verða ekki notaðar í öðrum tilgangi en að draga um treyjur.“
Um Verkefnið
Sumarbúðirnar í Reykjadal fagna um þessar mundir 50 ára afmæli en Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að rekstri þeirra frá upphafi. Megin markmið Reykjadals er að þau börn sem ekki geta sótt aðrar sumarbúðir, vegna sérþarfa sinna, hafi kost á sumardvöl, þar sem þau geta notið lífsins á eigin forsendum. Í Reykjadal koma árlega um 200 fötluð börn og ungmenni allsstaðar að af landinu og á þjónustan sér enga hliðstæðu hér á landi.
Treyjupottur Reykjadals er söfnunarátak sem knattspyrnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson stendur að í samstarfi við íslenskt afreksfólk í knattspyrnu sem gefið hafa treyjur sínar til þessa frábæra málefnis og Styrkarfélag lamaðra og fatlaðra sem reka Reykjadal, sumardvalarheimili fyrir fötluð börn í Mosfellsdal. Hver einasta króna sem kemur inn rennur óskert beint á reikning Reykjadals.
Treyjulisti
Við þökkum neðangreindu knattspyrnufólki velvild þeirra í garð þessa góða málefnis. Allir tóku beiðni um þátttöku með brosi á vör.
ENGLAND:
A deild:
Tottenham: Gylfi Þór Sigurðsson.
B-deild:
Cardiff: Aron Einar Gunnarsson, Heiðar Helguson
Wolves: Eggert Gunnþór Jónsson
D-deild:
Rotherham: Kári Árnason
A-deild kvenna:
Liverpool: Katrín Ómarsdóttir
Chelsea: Edda Garðarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir
ÞÝSKALAND:
B-deild:
Bochum: Hólmar Örn Eyjólfsson
ÍTALÍA:
A-deild:
Pescara: Birkir Bjarnason
B-deild:
Verona: Emil Hallfreðsson
NOREGUR:
A-deild:
Brann: Birkir Már Sævarsson
Lilleström: Pálmi Rafn Pálmason,
Viking: Indriði Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson
Hönefoss: Kristján Örn Sigurðsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Sandnes Ulf: Steinþór Freyr Þorsteinsson
Sarpsborg: Guðmundur Þórarinsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Haraldur Björnsson
Start: Matthías Vilhjálmsson, Guðmundur Kristjánsson
B-deild:
Ull/Kisa: Stefán Logi Magnússon
A-deild kvenna:
Avaldsnes: Hólmfríður Magnúsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Mist Edvardsdóttir
Kolbotn: Fanndís Friðriksdóttir
Arna-Björnar: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Vålerenga: Sandra Sif Magnúsdóttir
SVÍÞJÓÐ:
A-deild:
AIK: Helgi Valur Daníelsson
Norrköping: Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Halmstad: Kristinn Steindórsson, Guðjón Baldvinsson
Elfsborg: Skúli Jón Friðgeirsson
Mjälby: Hannes Þ. Sigurðsson
B-deild karla:
Sundsvall: Ari Freyr Skúlason, Jón Guðni Fjóluson
A-deild kvenna:
Umeå: Katrín Jónsdóttir
Kristianstad: Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný B. Óðinsdóttir, Sif Atladóttir, Malmö Þóra B. Helgadóttir, Sara B. Gunnarsdóttir
Piteå: Hallbera Guðný Gísladóttir
DANMÖRK:
A-deild:
FC Köbenhavn: Rúrik Gíslason
SönderjyskE: Hallgrímur Jónasson
Randers: Theódór Elmar Bjarnason,
Esbjerg: Arnór Smárason
Silkeborg: Bjarni Þór Viðarsson
B-deild:
Vejle-Kolding: Davíð Þór Viðarsson
BELGÍA:
Cercle Brugge: Arnar Þór Viðarsson vantar
Zulte-Waregem: Ólafur Ingi Skúlason
Club Brugge: Eiður Smári Guðjohnsen
OH Leuven: Stefán Gíslason
TYRKLAND:
Kayserispor: Grétar Rafn Steinsson
HOLLAND:
Ajax: Kolbeinn Sigþórsson
AZ Alkmaar: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Jóhannsson
NEC Nijmegen: Guðlaugur Victor Pálsson
Heerenveen: Alfreð Finnbogason