• mið. 22. maí 2013
  • Dómaramál

Feðgin dæmdu saman í 1. deild kvenna

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Feðginin Bergur Þór Steingrímsson og Ellen Elísabet Bergsdóttir voru aðstoðardómarar á leik Fram og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild kvenna sem fram fór á mánudaginn.  Áður höfðu þau starfað saman í tveimur leikjum í Borgunarbikar kvenna.

Bergur hefur marga fjöruna sopið í dómgæslu, bæði í knattspyrnu og körfubolta en dóttir hans, Ellen, er að stíga sín fyrstu skref í dómgæslu í elstu flokkum.  Miklir möguleikar eru fyrir áhugasamar konur í dómgæslu hjá Knattspyrnusambandinu og eru þær hvattar til þess að setja sig í samband við dómarastjóra KSÍ og fá nánari upplýsingar.