• þri. 21. maí 2013
  • Landslið

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir vináttulandsleik gegn Skotum

Sara Björk Gunnarsdóttir
Sara-Bjork-Gunnarsdottir

SIgurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Skotum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní.  Hópinn, sem tilkynntur var á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, skipa 23 leikmenn og er einn leikmaður í hópnum sem ekki hefur leikið A-landsleik áður, Katrín Ásbjörnsdóttir úr Þór/KA.

Blaðamannafundur A kvenna gegn SkotlandiMiðasala á leikinn er í fullum gangi en þetta verður síðasti heimaleikur liðsins fyrir úrslitakeppni EM sem hefst í Svíþjóð 10. júlí.

Þetta er áttundi landsleikur þjóðanna og hefur Ísland unnið sex sinnum, tvisvar hefur orðið jafntefli en Skotar hafa einu sinni farið með sigur.  Það var árið 1981 og var sá leikur fyrsti kvennalandsleikur Íslands.

Hópurinn