• mán. 13. maí 2013
  • Landslið

Leikmenn og landsliðsþjálfarar heimsækja Växjö

Island-i-Vaxjo
Island-i-Vaxjo

Íslenska kvennalandsliðið mun leika 2 leiki í sumar í Växjö þegar liðið leikur í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð í sumar.  Til að kynna íslenska liðið fyrir heimafólki fóru landsliðsþjálfararnir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Lars Lagerbäck ásamt landsliðskonunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, til Växjö.

Íslenska liðið leikur gegn Þýskalandi og Hollandi í borginni á nýjum velli 12.000 manna velli en sænska félagið Öster leikur heimaleiki sína á þessum velli.  Leikið var vináttulandsleikur við Svía 6. apríl síðastliðinn á þessum velli.

Íslenska sendisveitin er á ferðinni í allan dag í Växjö, skoðar aðstæður og kynnir íslenska liðið fyrir íbúum borgarinnar