Viðurlög vegna leyfiskerfis 2013
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 26. mars var fjallað um þessi mál og var ákveðið að beita viðurlögum í samræmi við grein 14 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
14.2.4 Forsendur sem leiða til viðurlaga ef þær eru ekki uppfylltar.
Ef forsenda er ekki uppfyllt, sem er skilgreind þannig að slíkt leiðir aðeins til viðurlaga, sbr. greinar 16.2 og 16.3 í Leyfisreglugerð KSÍ, skal taka mið af eftirfarandi viðurlögum:
- Fyrsta skipti, viðvörun.
- Annað skipti, áminning og sekt að upphæð allt að kr. 50.000.
- Eftir það, áminning og sekt að upphæð allt að kr. 100.000.
Ítrekunarkvöð fellur niður ef forsendan hefur verið uppfyllt í 3 ár samfleytt.
Í samræmi við ofangreint ákvæði var TIndastóli, Fram og Leikni R. veitt viðvörun þar sem um fyrsta brot var að ræða.