• mið. 24. apr. 2013
  • Agamál

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2013

Sportmyndir_30P6935
Sportmyndir_30P6935

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo eða sbr. starfsreglur Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ:

Agabrot framið á einu keppnistímabili hefur ekki ítrekunaráhrif á því næsta.  Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.  Ofangreint nær aðeins til agaviðurlaga vegna brottreksturs en ekki vegna áminninga. Flytjist leikmaður á milli aldursflokka um áramót, skal hann taka út viðurlögin í nýjum aldursflokki.

Skrifstofa KSÍ hefur nú tekið saman lista til upplýsingar fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja í Íslandsmóti eða  bikarkeppni 2012. Á listanum eru leikmenn skráðir í þau félög sem þeir fengu leikbann með, þ.e. þau félög sem þeir léku með í lok keppnistímabils 2012.  Frá þeim tíma kunna þessir leikmenn að hafa skipt um félag og er því mjög mikilvægt að öll félög kynni sér listann bæði hvað varðar stöðu leikmanna frá 2012 og einnig stöðu leikmanna sem gengið hafa til liðs við félagið.  Listinn gefur ekki upplýsingar um óúttekin leikbönn í öðrum flokkum.

Leikbönn í deildarbikarkeppni KSÍ koma hér hvergi við sögu enda er almenna reglan sú að refsingar í deildarbikarkeppni KSÍ séu eingöngu teknar út í leikjum í deildarbikarkeppni KSÍ. 

Listinn er birtur með eftirfarandi fyrirvara:

Allir úrskurðir aganefndar 2012 um leikbönn voru tilkynntir félögunum með tölvupósti. Ef leikmaður hefur ekki tekið út leikbann sitt 2012 vegna brottvísunar flyst leikbannið í fyrsta eða fyrstu leiki í Íslandsmóti eða bikarkeppni í viðkomandi flokki (nema leikmaðurinn fari upp um aldursflokk og flyst þá leikbannið með honum þangað). Þessi listi er því hvorki tilkynning um leikbann né leysir hann leikmann undan leikbanni. Listinn er aðeins til upplýsinga og áminning til félaganna um að skoða úrskurði aganefndar frá síðasta ári sem sendir voru sendir með tölvupósti og athuga hvort leikmenn eigi eftir að taka út leikbönn.

Hér að neðan má sjá umræddan lista:

Agabréfið 2013