• fös. 19. apr. 2013
  • Landslið

U16 kvenna - Jafntefli gegn Færeyingum

Byrjunarlið U16 kvenna gegn Norður Írland
U16-kvenna---Nordur-Irland

Stelpurnar í U16 kvenna gerðu í dag jafntefli við stöllur sínar frá Færeyjum en þetta var lokaleikur liðsins á undirbúningsmóti UEFA sem fram fór í Wales.  Lokatölur urðu 2 - 2 en Færeyingar leiddu 2 - 1 í leikhléi.

Það voru þær færeysku sem byrjuðu leikinn af krafti.  Þær komust yfir á 12. mínútu með marki bein úr aukaspyrnu og bættu við öðru marki á 23. mínútu leiksins.  Sara Skaptadóttir minnkaði muninn með góðu marki á lokamínútu fyrri hálfleiks.  Íslenska liðið sótti svo stanslaust í síðari hálfleiknum og jafnaði Arna Dís Arnþórsdóttir metin á 53. mínútu.  Þrátt fyrir mikla sókn tókst íslenska liðinu ekki að innbyrða sigur og Færeyingar fögnuðu sínu fyrsta stigi á mótinu.

Íslenska liðið endaði því mótið með fimm stig, sigur gegn Wales og jafntefli gegn Norður Írum og Færeyjum.  Í hinum leik dagsins gerðu Wales og Norður Írar 1 - 1 jafntefli.  Norður Írar eru því með fimm stig, líkt og Íslendingar, en með betra markahlutfall og enda því í efsta sæti.

Staðan