• þri. 16. apr. 2013
  • Landslið

Riðill Íslands í undankeppni HM 2015

HM kvenna 2015 í Kanada
hm-2015-kanada
Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM kvennalandsliða 2015 í höfuðstöðvum UEFA í dag, þriðjudag.  Eingöngu var dregið fyrir undankeppnina í Evrópu að þessu sinni.  Evrópuþjóðirnar leika í sjö riðlum og fara sigurvegarar riðlanna beint í úrslitakeppnina, sem fram fer í Kanada.  Fjögur lið með bestan árangur í 2. sæti fara í umspil um tvö sæti til viðbótar.

Ísland var í 2. styrkleikaflokki af sex og lítur riðill Íslands þannig út:

Styrkleikaflokkur

Lið

1

Danmörk

2

Ísland

3

Sviss

4

Serbía

5

Ísrael

6

Malta

Undankeppnin hefst í haust og eru fyrstu leikdagarnir 20. / 21. september.

Ísland hefur sex sinnum áður mætt Dönum í A landsliðum kvenna, síðast í Algarve-bikarnum 2012.  Fjórum sinnum hefur íslenska liðið mætt Sviss, allt vináttuleikir um miðjan 9. áratuginn.  Serbía var í riðli með Íslandi í undankeppni EM 2009 og undankeppni HM 2011, og hefur Ísland unnið alla leikina.  Kvennalandslið Íslands hefur aldrei áður mætt Ísrael eða Möltu. 

Hægt er að skoða fyrri viðureignir Íslands við þessar þjóðir í valmyndinni hér til vinstri með því að smella á Innbyrðis viðureignir.