Fulltrúar þjóðanna sem leika í 3. riðli í undankeppni HM kvenna 2015 funduðu strax að loknum drætti í riðla í höfuðstöðvum UEFA í dag, þriðjudag, og ræddu niðurröðun og leikdaga. Niðurstaða liggur nú fyrir og leikur Ísland tvo leiki í riðlinum á árinu 2013 – heimaleik við Sviss í september og útileik við Serbíu í október – og átta leiki á árinu 2014.