Styrkleikalisti FIFA – Karlalandsliðið upp um nítján sæti
Nýr styrkleikalisti FIFA sem gefinn var út í morgun, sýnir að Ísland fór upp um 19 sæti og sitja nú í 73. sæti. Spánn, Þýskaland og Argentína skipa þrjú efstu sætin sem hafa haldist óbreytt frá seinasta styrkleikjalista.
Af andstæðingum okkar Íslendinga í undankeppni HM er Sviss í 15. sæti listans, Noregur í 30. sæti, Slóvenía í 55. sæti, Albanía er í 48. sæti og Kýpur í 123. sæti styrkleikalista FIFA.
Ísland situr sem fyrr í 2. sæti E-riðils.
Kyrgyzstan fór upp um heil 59 sæti og situr nú í 142. sæti. Norður-Írland og Georgía duttu bæði niður um 22. sæti.
Unnið af Arnóri Jónssyni, Hafþóri Péturssyni og Kristófer Daða Garðarssyni, nemendum í Grundaskóla.