• þri. 09. apr. 2013
  • Landslið

U19 kvenna - Lokaleikur Íslands í milliriðli EM í dag

UEFA EM U19 kvenna
WU19_Landscape_Master_White_cmyk-01

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli fyrir EM U19 en leikið er í Portúgal.  Heimastúlkur eru mótherjar Íslands í dag og geta íslensku stelpurnar tryggt sér annað sætið í riðlinum með sigri.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag sem hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Halla Margrét Hinriksdóttir
 

Aðrir leikmenn: Bryndís Björnsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Anna María Baldursdóttir, Guðrún Arnardóttir, Andrea Hauksdóttir, Hildur Antonsdóttir, Írunn Aradóttir, Guðmunda Óladóttir, Telma Þrastardóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir.

Minnt er á textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Finnar hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en eitt lið, með bestan árangur í 2. sæti riðlanna sex, kemst einnig áfram í úrslitakeppnina.