• lau. 06. apr. 2013
  • Landslið

Sigurður Ragnar - "Frábært vinnuframlag leikmanna"

Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson
Sigurdur-Ragnar-Eyjolfsson

"Virkilega ánægður með vinnuframlag leikmanna í þessum leik.  Liðið í heild varðist mjög vel í þessum leik og spilaði taktískt mjög vel" sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, þegar hann var spurður um hans hugsanir um leikinn gegn Svíum í kvöld þar sem íslenska liðið beið lægri hlut, 2 - 0..

"Svíar eru með mjög sterkt lið og líklega ein af fjórum þjóðum sem eiga mesta möguleika á því að vinna EM í sumar."  Okkur vantaði marga lykilmenn í liðið og vorum að prófa nýja leikaðferð, 4-4-2.  Varnarvinnslan var verulega góð en við þurfum að vinna betur í sóknarleiknum, hefðum getað gert betur í nokkur skipti á því sviði í kvöld."

Munurinn á þessum leik og síðasta leik gegn Svíum fyrir um mánuði síðan?

"Taktískt var þetta miklu, miklu betra en á Algarve.  Svíar eru mjög hreyfanlegar, duglegar að hreyfa sig án bolta en við náðum að loka svæðum svo þær náðu ekki upp sínu spili.  Talandinn, hreyfingin og baráttan í liðinu var allt önnur en í síðasta leik og sannarlega eitthvað sem hægt er að byggja mjög á."

Nú var 18 ára aldursmunur á miðvörðum liðsins í kvöld.  Hverning fannst þér þessar tvær kynslóðir vinna saman?

"Þær unnu mjög vel saman, þær voru að spila á móti framherjum á heimsmælikvarða og höfðu góð tök á þeim.  Glódís spilaði eins og hún væri miklu eldri.  Hún hefur ekki leikið marga landsleiki með okkur en tók á sig mikla ábyrgð og hefur tekið framförum með hverjum leiknum.  Katrín nýtti alla sína reynslu í þessum leik og gott fyrir Glódísi að hafa hana sér við hlið.  Það vantar lykilmenn í hópinn núna og við megum ekki við miklum skakkaföllum.  Hinsvegar er ég mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inn í liðið í þeirra stað og margar sem gera tilkall til sætis í hópnum fyrir sumarið" sagði Sigurður Ragnar eftir leikinn í kvöld.