A kvenna - Tvær æfingar í dag
Kvennalandsliðið er statt í Svíþjóð þar sem það leikur vináttulandsleik gegn Svíum á morgun, laugardaginn 6. apríl kl. 15:00. Liðið æfði tvisvar í dag og voru báðar æfingarnar innanhúss, í Tipphallen, en fremur slæm tíð hefur verið og ekki hægt að æfa grasvöllum bæjarins eða á keppnisvellinum.
Vel fer um hópinn í Växjö og leggja heimamenn sig alla fram við að gera dvölina góða en íslenska liðið leikur tvo leiki í úrslitakeppni EM í þessum rúmlega 50.000 manna bæ. Keppnisvöllurinn er glænýr, var tekinn í notkun síðastliðið haust og tekur um 12.000 manns. Völlurinn er heimavöllur Öster IF sem margir Íslendingar þekkja vel til.
Fylgst verður með leiknum með textalýsingu á Facebook síðu KSÍ en leikurinn hefst, sem fyrr segir, kl. 15:00 að íslenskum tíma.