Marklínutækni í Pepsi-deildum karla og kvenna - aprílgabbið 2013 :-)
KSÍ hefur samið við þýska fyrirtækið Goal Pro um innleiðingu marklínutækninnar í Pepsi-deildum karla og kvenna fyrir keppnistímabilið 2013. Lengi hefur legið fyrir að taka tæknina í notkun og eru skiptar skoðanir um ágæti þess að nýta tækni til að aðstoða dómara við ákvarðanatöku í aðstæðum sem þessum, innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi sem annars staðar.
KSÍ hefur nú ákveðið að taka þetta skref og skrifað undir samning við Goal Pro sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í svokallaðri Auto Idenitfication tækni og er jafnframt eitt af þeim fyrirtækjum sem FIFA hefur vottað og heimilað. Búnaðurinn verður settur upp félögum að kostnaðarlausu af starfsfólki Goal Pro í fyrstu viku maímánaðar.
Kaupverð búnaðarins er trúnaðarmál milli aðila.