U21 karla - Leikið við Hvít Rússa í dag
Strákarnir í U21 mæta liði Hvíta Rússlands í dag í fyrsta leiknum í riðlakeppni EM 2015. Leikið verður á Torpedo vellinum í Minsk og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Fylgst verður með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ. Einnig er bent á textalýsingu á heimasíðu UEFA.
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.
Byrjunarliðið:
Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson
Hægri bakvörður: Orri Sigurður Ómarsson
Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon
Miðverðir: Brynjar Gauti Guðjónsson og Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði
Tengiliðir: Andri Rafn Yeoman og Guðmundur Þórarinsson
Hægri kantur: Jón Daði Böðvarsson
Vinstri kantur: Arnór Ingvi Traustason
Framherjar: Emil Atlason og Kristján Gauti Emilsson
Auk þessara þjóða eru Frakkar, Kasakar og Armenar í þessum riðli en barist er um sæti í úrslitakeppni sem fram fer í Tékklandi árið 2015.