• mán. 25. mar. 2013
  • Landslið

U21 karla - Æft á gervigrasi í Minsk

U21 karla í Hvíta Rússlandi
IMG_7068

Strákarnir í U21 landsliðinu eru nú staddir í Minsk í Hvíta Rússlandi en framundan er leikur gegn heimamönnum í undankeppni EM.  Þetta er fyrsti leikur riðilsins en ásamt þessum þjóðum skipa Frakkar, Armenar og Kasakar þennan riðil.

Leikurinn við Hvít Rússa hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma á morgun, þriðjudag, en kalt er í Minsk þessa dagana og mikið hefur snjóað.  Liðið æfði í morgun á gervigrasi en ekki er hægt að æfa á keppnisvellinum þar sem verið er að hlífa honum vegna mikillar snjókomu síðustu daga.  Engu að síður fer vel um hópinn í Minsk og verður spennandi að fylgjast með þessu unga liði spreyta sig gegn heimamönnum á morgun.  Fylgst verður með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

RIðillinn 

U21 karla í Hvíta Rússlandi