Vináttulandsleik Íslands og Ungverjalands frestað til 2014
Knattspyrnusambönd Íslands og Ungverjalands hafa komist að samkomulagi um að fresta vináttulandsleik þjóðanna sem fram átti að fara 3. júní á Laugardalsvelli. Leikurinn mun fara fram árið 2014 og verður nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Það verður þó nóg um að vera á Laugardalsvelli í byrjun júní. Íslensku stelpurnar munu undirbúa sig undir úrslitakeppni EM í Svíþjóð með því að leika vináttulandsleik gegn Skotum 1. júní. Þá verður karlalandsliðið á ferðinni í undankeppni HM 6. júní þegar tekið verður á móti Slóvenum.