• sun. 17. mar. 2013
  • Landslið

Steinþór Freyr í hópinn gegn Slóvenum

Steinþór Freyr Þorsteinsson
st-fr-th

Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Slóveníu í undankeppni HM, en liðin mætast föstudaginn 22. mars. Leikmennirnir mæta til Ljubljana à mànudag og með innkomu Steinþórs telur hópurinn 21 leikmann.

Steinþór Freyr hefur leikið 7 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hafa sex þeirra verið vináttuleikir.  Eini mótsleikurinn sem Steinþór hefur tekið þátt í hingað til var þegar hann kom inn á sem varamaður í leik gegn Noregi í Osló í undankeppni EM 2012.  Hann hefur tekið þátt í einum leik undir stjórn Lars Lagerbäck, en það var einmitt fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Svíans, vináttuleikur gegn Japönum í Osaka.  Steinþór vakti mikla athygli Japana í þeim leik vegna tilþrifa hans í innköstum.