• fim. 14. mar. 2013
  • Landslið

Styrkleikalisti FIFA – Karlalandsliðið upp um sex sæti

Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið
fifaworldranking2008

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem gefin var út núna nýlega, klifrar íslenska karlalandsliðið upp um sex sæti frá síðasta lista og sitja nú í 92. sæti. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánverjar sitja sem fyrr á toppi listans og Þjóðverjar í því næsta.

Hástökkvarar listans voru Afganar sem fóru upp um 48. sæti, úr því 189. í það 141., en þeir sem féllu lengst niður voru Súdanmenn sem féllu um 23. sæti, úr því 104. í það 127.  Af andstæðingum Íslands í undankeppni HM er að frétta að Sviss situr sem fastast í 14. sæti listans, Norðmenn féllu niður um tvö sæti og eru í 29. sæti og Slóvenar féllu einnig um tvö og eru í 56. sæti. Albanir fara upp um sjö sæti og eru þá í 64. sæti og síðan eru Kýpverjar í 133. sæti og fóru upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA.

Unnið af Unnari Magnússyni nemenda í Vallaskóla.