A kvenna - Leikið við Kína á Algarve í dag
Kvennalandsliðið leikur í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Algarve mótsins en mótherjar dagsins eru Kínverjar. Ísland er án stiga eftir tvær umferðir en Kínverjar hafa eitt stig, eftir jafntefli gegn Svíum. Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og með sigri nær íslenska liðið þriðja sæti riðilsins og tryggir sér þar með leik um fimmta sætið á miðvikudaginn.
Ísland og Kína hafa mæst fjórum sinnum hjá A landsliði kvenna og hafa allir leiknir farið fram á Algarve mótinu, fyrst árið 2007. Ísland hefur þrisvar sinnum haft betur en Kínverjar einu sinni. Þjóðirnar mættust á Algarve á síðasta ári og höfðu Íslendingar þá betur, 1 - 0, með marki Fanndísar Friðriksdóttur.