• mán. 04. mar. 2013
  • Dómaramál

Landsdómararáðstefna fór fram um helgina

Landsdómararáðstefna 2013
Landsdomararadstefna-mars-2013-Peter-Roberts

Landsdómarar hittust um helgina á árlegri ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ en ráðstefnan fór fram föstudag og laugardag, 1. og 2. mars.  Gestur ráðstefnunnar að þessu sinni var Peter Roberts, fyrrum FIFA aðstoðardómari og kennari og eftirlitsmaður hjá enska knattspyrnusambandinu.

Margvíslegir fyrirlestrar voru á dagskránni auk þess sem dómararnir gengust undir skriflegt próf.  Fyrirlestrar Peter Roberts vöktu mikla athygli hjá dómurum en hann var líka með fyrirlestur fyrir eftirlitsmenn KSÍ á föstudeginum.

Þessi ráðstefna er liður í undirbúningi dómaranna fyrir keppnistímabilið en æfingar hófust í nóvember.

Landsdómararáðstefna 2013