• fim. 21. feb. 2013
  • Dómaramál

Uppfærðir dómaralistar aðildarfélaga

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Skrifstofa KSÍ hefur uppfært á vef KSÍ, undir "Séraðgerðir",  lista með starfandi dómurum hjá aðildarfélögum KSÍ.

Á þessum lista eru þeir dómarar sem koma fram á leikskýrslum a.m.k. einu sinni frá 1. janúar 2012.

Til að sjá listann þarf að skrá sig á innri vef KSÍ (Séraðgerðir) með lykilorði hlutaðeigandi félags og velja „Dómarar“.

Hafa ber í huga að ekki er endilega um að ræða virka dómara í skilningi reglugerðarinnar:

5.2. Virkir dómarar teljast þeir sem starfað hafa við að minnsta kosti 15 leiki á síðastliðnu ári eða við 20 leiki á síðastliðnum tveimur árum á vegum aðila innan KSÍ. Leikir í hraðmótum félaga og í innanhússmótum eru metnir sérstaklega. Aðildarfélög KSÍ skrá leiki dómara í mótum KSÍ í mótakerfi sambandsins, en dómarar skulu sjálfir halda skrá um aðra leiki sína.“