• fim. 21. feb. 2013
  • Landslið

U19 karla - Góður sigur á Dönum

U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

Strákarnir í U19 lögðu jafnaldra sína frá Danmörku í vináttulandsleik sem leikinn var í Farum í dag.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íslendinga sem leiddu með tveimur mörkum í leikhléi.

Íslenska liðið byrjaði vel og strax á 4. mínútu var Kristján Flóki Finnbogason búinn að koma boltanum í netið og liði sínu yfir.  Stefán Þór Pálsson bætti svo við öðru marki á 39. mínútu og íslenska liðið leiddi því með tveimur mörkum í leihléi. 

Bæði lið fengu færi í síðari hálfleiknum en ekkert gaf eftir fyrr en á þriðju mínútu í uppbótartíma þegar heimamenn sluppu í gegn og minnkuðu muninn.  Skömmu síðar var flautað til leiksloka og íslenskur sigur í höfn.

Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna í Farum, á þremur dögum, í þessum aldursflokki en fyrri leiknum lauk með 1 - 1 jafntefli.