• mán. 11. feb. 2013
  • Ársþing

Hannes Þ. Sigurðsson sérstaklega heiðraður

Ellert B. Schram og Hannes Þ. Sigurðsson
Hannes-Sigurdsson

Á ársþingi KSÍ síðastliðinn laugardag var Hannes Þ. Sigurðsson sérstaklega heiðraður fyrir sín störf innan knattspyrnuhreyfingarinnar.  Hannes hefur komið víða við í hreyfingunni sem hefur fengið að njóta krafta hans á mörgum sviðum. 

Hannes hefur verið skoðunarmaður reikninga hjá Knattspyrnusambandinu í 60 ár en hefur nú hætt sem slíkur.  Hannes var einn fremsti dómari landsins um árabil og hefur einnig síðan starfað sem eftirlitsmaður dómara í fjölda ára.

Það var Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ og ÍSÍ, sem afhenti Hannesi viðurkenningarvott frá Knattspyrnusambandinu en Hannes var sæmdur æðsta heiðursmerki KSÍ, heiðurskrossnum, árið 2007.

Hannes Þ. Sigurðsson, eldri og yngri og Sigurður Hannesson

Mynd: Þessir þrír hafa allir komið mikið við sögu í knattspyrnunni.  Lengst til hægri er Hannes Þ. Sigurðsson eldri.  Sonur hans, Sigurður Hannesson er lengst til vinstri og á milli þeirra er sonurinn og sonarsonurinn, Hannes Þ. Sigurðsson yngri.  Myndin er tekin árið 2000 eftir að Hannes yngri skoraði fjögur mörk í 4 - 1 sigri FH á KR í úrslitaleik bikarkeppni 2. flokks.