• mið. 06. feb. 2013
  • Landslið

U21 karla - Byrjunarliðið gegn Wales

U21 karla styðja átak gegn einelti
U21-med-bondi

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Wales í vináttulandsleik í dag kl. 15:00.  Leikið verður á Stebonheath vellinum í Llanelli en þetta er í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast í þessum aldursflokki.

Fylgst verður með helstu atburðum leiksins á Facebooksíðu KSÍ.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson

Varnarmenn: Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði,  Hjörtur Hermannsson, Orri Sigurður Ómarsson og Hörður Björgvin Magnússon

Miðjumenn: Guðmundur Þórarinsson, Andri Rafn Yeoman, Emil Pálsson og Oliver Sigurjónsson

Sóknarmenn: Emil Atlason og Kristján Gauti Emilsson