• þri. 05. feb. 2013
  • Landslið

U21 karla - Æfingar hafa gengið vel

IMG_6219
IMG_6219

Strákarnir í U21 eru nú staddir í Wales en framundan hjá þeim er vináttulandsleikur gegn heimamönnum sem fram fer á morgun.  Leikið verður á Stebonheath vellinum og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Strákarnir komu til Wales í gær og tóku æfingu seinnipartinn í gær og æfðu svo einnig í morgun.  Hafa æfingarnar gengið mjög vel.  Æft verður líka seinni partinn í dag en ekki stendur til að æfa á keppnisvellinum þar sem hann er nokkuð blautur svo honum verður hlíft fram að leik.

Þetta er í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast í landsleik hjá U21 karla.

IMG_6171

IMG_6215

IMG_6223