• mán. 04. feb. 2013
  • Landslið

Spánverjar sjá um dómgæsluna

Dómarinn Antonio Miguel Mateu Lahoz
antonio-miguel-mateu-lahoz_304975

Dómarakvartettinn á vináttuleik karlalandsliða Íslands og Rússlands á miðvikudag, sem fram fer í Marbella á Spáni, er spænskur, enda hæg heimatökin þar sem leikurinn fer ekki fram í löndum liðanna sem mætast.

Dómari er Antonio Miguel Mateu Lahoz, aðstoðardómarar þeir Pau Cebrián Devis og Jesús Calvo Guadamuro, og fjórði dómari er José Luis Paradas Romero.

Miguel Mateu Lahoz er fæddur 1977 og er frá Valencia. Hann hefur dæmt í efstu deild Spánar síðan 2008 og varð FIFA-dómari árið 2011.

Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og er í beinni útsendignu á Stöð 2 Sport.