• mán. 04. feb. 2013
  • Landslið

Rússneska landsliðið gegn Íslandi

Frá æfingu Rússa í Marbella á Spáni
news_75799_720x407

Rússar tilkynntu 25 manna landsliðshóp fyrir vináttulandsleikinn við Íslendinga í Marbella á Spáni á miðvikudag og kom hópurinn til Spánar á föstudag. Hópurinn er eingöngu skipaður leikmönnum sem leika í Rússlandi, sem gerði Ítalanum Fabio Capello, þjálfara rússneska liðsins, kleift að smala leikmönnum snemma saman til æfinga og undirbúnings.

Nokkrir afar athyglisverðir leikmenn eru í hópnum, markvörðurinn Igor Akinfeev, vinstri bakvörðurinn Yuri Shirkov, Berezutsky-bræðurnir, Alan Dzagoev, sem þykir með efnilegri leikmönnum Evrópu og framherjinn Alexander Kerzhakov, sem er mikils metinn þrátt fyrir slaka frammistöðu með Rússlandi í úrslitakeppni EM 2012.

Markverðir

Igor Akinfeev (CSKA), Vladimir Gabulov (Anji), Sergei Ryzhikov (Rubin).

Varnarmenn

Alexander Anyukov (Zenit), Alexei Berezutsky (CSKA), Vasili Berezutski (CSKA), Sergei Ignashevich (CSKA), Cyril Nababkin (CSKA), Andrei Yeshchenko (Anji), Yuri Zhirkov (Anji).

Miðjumenn

Vladimir Bystrov (Zenit), Igor Denisov (Zenit), Viktor Fayzulin (Zenit), Roman Shirokov (Zenit), Alan Dzagoev (CSKA), Denis Glushakov (Lokomotiv), Alexander Samedov (Lokomotiv), Oleg Ivanov (Terek), Igor Lebedenko (Terek), Dmitri Kombarov (Spartak), Alexander Ryazantsev (Rubin), Oleg Shatov (Anji).

Sóknarmenn

Maxim Grigoriev (Lokomotiv), Alexander Kerzhakov (Zenit), Fedor Smolov (Anji).

Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.