• sun. 03. feb. 2013
  • Landslið

Hólmar Örn og Guðlaugur Victor í hópinn gegn Rússum

Hólmar Örn Eyjólfsson
holmar-orn-eyjolfsson

Aron Einar Gunnarsson og Hallgrímur Jónasson eiga við meiðsli að stríða og geta ekki verið með í vinàttulandsleik A landsliðs karla gegn Rùssum à Spàni à miðvikudag. Þà verður Ólafur Ingi Skùlason ekki með þar sem kona hans à von à barni à næstu dögum.

Inn í hópinn koma þeir Hólmar Örn Eyjólfsson og Guðlaugur Victor Pàlsson.  Hólmar Örn lék sinn fyrsta A landsleik á síðasta ári, en Guðlaugur Victor er nýliði.  Báðir hafa þeir leikið fjölmarga leiki með öllum yngri landsliðum Íslands, og Hólmar Örn er jafnframt leikjahæsti leikmaður U21 liðsins frá upphafi.

Leikurinn fer fram miðvikudaginn 6. febrúar í Marbella á Spáni, hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma, og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.