• fim. 31. jan. 2013
  • Landslið

U21 karla - Mætum Hvít Rússum í fyrsta leik

EM U21 landsliða karla
Under-21New

Í morgun var dregið í undankeppni EM hjá U21 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.  Ísland er í 10. riðli og eru fyrrum lýðveldi gömlu Sovétríkjanna áberandi í þessum riðli.  Úrslitakeppnin 2015 verður leikin í Tékklandi. 

Það er ljóst að dágóð ferðalög bíða íslenska liðsins en mótherjarnir eru: Frakkland, Hvíta Rússland, Armenía og Kasakstan.

Búið er að ákveða leikdaga íslenska liðsins og hefur liðið leik á útivelli, 26. mars næstkomandi, gegn Hvít Rússum.

Leikdagar 

Sigurvegarar riðlanna 10, ásamt fjórum þjóðum með bestan árangur í öðru sæti, tryggja sér sæti í umspili um sjö laus sæti í úrslitakeppninni.

Riðlaskiptinguna má sjá hér

Næsta verkefni liðsins er hinsvegar æfingaleikur gegn Wales, miðvikudaginn 6. febrúar og verður leikið á Steabonheath Park í Llanelli í Wales.