• mið. 30. jan. 2013
  • Landslið

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2013 - 2015

EM U21 landsliða karla
Under-21New

Á morgun, fimmtudaginn 31. janúar, verður dregið í undankeppni EM hjá U21 karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Um er að ræða undankeppnina sem hefst á þessu ári, 2013, en úrslitakeppnin verður í Tékklandi 2015.

Ísland er í fjórða styrkleikaflokki en þjóðunum 52 er skipt niður í fimm styrkleikaflokka.  Dregið verður í 10 riðla og verða átta riðlanna skipaðir fimm liðum, ein þjóð úr hverjum styrkleikaflokki, en tveir riðlar innihalda sex þjóðir þar sem tvær þjóðanna koma úr neðsta styrkleikaflokki.

Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:

Flokkur A: Spánn, England, Holland, Ítalía, Þýskaland, Sviss, Rússland, Frakkland, Svíþjóð, Ísrael

Flokkur B: Rúmenía, Serbía, Tyrkland, Úkraína, Skotland, Portúgal, Austurríki, Danmörk, Hvíta Rússland, Wales

Flokkur  C: Grikkland, Slóvakía, Belgía, Ungverjaland, Armenía, Króatía, Noregur, Svartfjallaland, Finnland, Slóvenía

Flokkur D: Bosnía og Hersegóvína, Pólland, Georgía, Ísland, Moldavía, Írland, Búlgaria, Kýpur, Makedónía, Lettland

Flokkur E: Norður Írland, Albanía, Færeyjar, Litháen, Aserbaídsjan, Kasakstan, Eistland, Malta, Lúxemborg, Andorra, Liechtenstein, San Marínó

Drátturinn hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma á morgun og verður bein útsending þaðan á heimasíðu UEFA.