• þri. 29. jan. 2013
  • Landslið

U17 kvenna - Annar danskur sigur

Knattspyrnuhöllin á Akranesi - Akraneshöllin
Akraneshollin2

Danir höfðu betur í vináttulandsleik gegn Íslandi hjá U17 kvenna en leikið var í Akraneshöll í dag.  Lokatölur urðu 2 - 0 fyrir Dani eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna í þessum aldursflokki á þremur dögum en gestirnir unnu fyrri leikinn 3 - 0.

Danska liðið var, líkt og í fyrri leiknum, sterkari aðilinn en góð barátta íslenska liðsins gerði það að verkum að staðan í leikhléi var markalaus.  Gestirnir bættu nokkuð við í síðari hálfleiknum og uppskáru mörk á 50. og 75. mínútu og tryggðu sér þar með sigur.

Hér að neðan er tengill á myndasíðu KSÍ en þar má finna myndir frá Akraneshöllinni í dag.

Myndasíða KSÍ