Góð aðsókn á aðstoðardómaranámskeið
Í gærkvöldi fór fram námskeið fyrir aðstoðardómara í höfuðstöðvum KSÍ en námskeiðið var opið öllum starfandi aðstoðardómurum sem áhuga höfðu. Vel var mætt, liðlega 30 manns sátu námskeiðið sem var undir stjórn Ólafs Ingvars Guðfinnssonar, fyrrum FIFA aðstoðardómara.
Ólafur Ingvar fór yfir ýmis lykilatriði varðandi aðstoðardómgæslu og hvernig aðstoðardómarar geta bætt sig í starfi. Studdist hann þar bæði við sýna reynslu sem og kennsluefni frá UEFA varðandi aðstoðardómgæslu.
Þann 5. febrúar næstkomandi er svo á dagskránni samskonar námskeið sem ætlað er dómurum. Þar mun Kristinn Jakobsson gefa dómurum góð ráð og er námskeiðið opið öllum starfandi dómurum sem áhuga hafa á því að bæta sig í starfi.