• fös. 25. jan. 2013
  • Landslið

Fundur landsliðsþjálfara KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

 

Allir landsliðsþjálfarar karla og kvennaliða Íslands funduðu saman í gærkvöldi í höfuðstöðvum KSÍ ásamt aðstoðarþjálfurum landsliðanna og markmannsþjálfurum landsliðanna. 

Fyrst flutti Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari A-landsliðs kvenna erindi um notkun tölvutækni og internetsins í þjálfun landsliðanna og fór þar yfir landsliðsvef sem búinn hefur verið til fyrir A-landslið kvenna ásamt því hvernig nýta má tölvutækni til að gefa leikmönnum endurgjöf.  Næst hélt Lars Lagerback þjálfari A-landsliðs karla erindi um hvernig landsliðin geta mögulega unnið saman að uppbyggingu og hugmyndafræði landsliðanna innan sem utan vallar. 

Að því loknu tóku við umræður á milli landsliðsþjálfaranna um þessi tvö erindi ásamt því að rædd voru ýmis önnur mál eins og til dæmis mikilvægi markmannsþjálfunar og að markmannsþjálfarar hafi menntun til að sinna starfi sínu vel ásamt því að landsliðsþjálfararnir deildu reynslu sinni af þjálfun landsliðanna með hvorum öðrum. 

Landsliðsþjálfararnir munu funda saman reglulega á þessu ári og móta betur starfið með landsliðunum, deila þekkingu sinni með hvorum öðrum og þar með vonandi gera gott starf landsliðanna ennþá betra.