• fim. 17. jan. 2013
  • Leyfiskerfi

Allir leyfisumsækjendur hafa skilað gögnum

pepsi-deildin-100509_054
pepsi-deildin-100509_054

Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, var þriðjudaginn 15. janúar.  Leyfisstjórn hefur nú móttekið gögn frá öllum félögum í efstu tveimur deildum karla, en það eru þær deildir sem leyfiskerfið nær til.  Öll félögin skiluðu gögnum innan tímamarka.

Gögn frá nokkrum félögum komu með pósti 16. og 17. janúar, en póststimpillinn sýnir dagsetninguna 15. janúar og því teljast viðkomandi félög hafa skilað innan tímamarka.  Færst hefur í aukana að félögin nýti sér tæknina og skili með rafrænum hætti og í ár skilaði þriðjungur félaganna gögnum sínum þannig.

Þau gögn sem skilað er nú eru fylgigögn með umsóknum um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og 1. deild kará á komandi sumri.  Gögnin snúa að þáttum eins og mannvirkjum, uppeldi ungra leikmanna, menntun þjálfara og lagalegurm þáttum.  Fjárhagslegum gögnum er svo skilað 20. febrúar.

Leyfisstjórn fer nú yfir gögnin, gerir athugasemdir þar sem við á og vinnur með viðkomandi félögum að úrlausn mála.