EM 2013 - Miðasala á leiki Íslands hafin
Miðasala á leiki Íslands á úrslitakeppni EM kvenna 2013, sem fram fer í Svíþjóð 10. - 28. júlí, er hafin. Skila skal miðapöntunum til KSÍ og þurfa þær að berast í síðasta lagi 1. apríl næstkomandi. Miðapöntunum skal skila á þar til gerðu eyðublaði sem finna má hér að neðan.
Leikir Íslands í riðlakeppninni:
Noregur – Ísland
11. júlí kl. 18:00
Kalmar Arena, Kalmar
Ísland – Þýskaland
14. júlí kl. 20:30
Växjo Arena, Växjo
Holland – Ísland
17. júlí kl. 18:00
Växjo Arena, Växjo
Miðaverð:
Svæði 1 (Cat 1) kr. 4.400 m sendingarkostnaði
Svæði 2 (Cat 2 ) kr. 3.400 m sendingarkostnaði
Svæði 3 (Cat 3 ) kr. 2.400 m sendingarkostnaði
Barnamiðar (börn 16 ára og yngri) kr. 1.200 m sendingarkostnaði
Ef keypt er á alla leikina 3 hjá Íslandi í einu er verðið svona:
Svæði 1 (Cat 1) kr. 9.400 m sendingarkostnaði
Svæði 2 (Cat 2 ) kr. 7.000 m sendingarkostnaði
Svæði 3 (Cat 3 ) kr. 4.800 m sendingarkostnaði
Skila þarf inn miðapöntun til KSÍ á þar til gerðu eyðublaði í síðasta lagi mánudaginn 1. apríl. Hægt er að senda eyðublaðið í tölvupósti á ragnheidur@ksi.is eða faxa til KSÍ í númerið 568 9793.
Miða á aðra leiki en leiki Íslands er hægt að nálgast á http://www.ticnet.se/ frá og með 14. febrúar.