Landsliðsþjálfarar karla funda með þjálfurum
Landsliðsþjálfarar karla vilja bjóða þjálfurum í Pepsideild karla, 1.deild karla, 2. flokki karla og 3. flokki karla til fundar laugardaginn 26.janúar og mánudaginn 28. janúar í höfuðstöðvum KSÍ.
Farið verður yfir dagskrá landsliðanna á þessu ári, samstarf við félagsliðin og þjálfurum gefst tækifæri til að spyrja spurninga, koma með ábendingar og spjalla saman um málefni sem snúa að landsliðunum og/eða félagsliðunum.
Laugardagur 26. janúar:
10.00 Fundur yngri landsliðsþjálfara með þjálfurum í 3. og 2. flokki karla
Mánudagur 28. janúar:
16:00-20:00 Fundur A og U21 árs landsliðsþjálfara með þjálfurum í Pepsideild karla og 1.deild karla (nánari dagskrá um þennan fund verður gefin út síðar)
Athugið!
Allir þjálfarar eru beðnir um að skrá þátttöku sína á þessum fundum með tölvupósti á dagur@ksi.is þar sem fram kemur nafn og netfang.
Þjálfarar sem eru búsettir á landsbyggðinni og vilja fylgjast með fundinum í gegnum netið þurfa jafnframt að láta Dag (dagur@ksi.is) vita af því.
Stuttu fyrir fundinn munu þessir þjálfarar fá senda vefslóð og fundarnúmer á tölvupósti þar sem þeir geta tengst fundinum og fylgst með.