• þri. 08. jan. 2013
  • Fræðsla

"Coerver Coaching" námskeið var um helgina

Coerver-namskeid
Coerver-namskeid

Um síðustu helgi stóð KSÍ fyrir þjálfaranámskeiði þar sem viðfangsefnið var tækniþjálfun knattspyrnumanna. Hingað til lands kom maður að nafni Brad Douglass en hann er fræðslustjóri hjá Coerver Coaching sem sérhæfir sig í tækniþjálfun barna og unglinga.

Námskeiðið var vel sótt en 62 þjálfarar mættu og var ekki annað að heyra á fólki en að vel væri látið af námskeiðinu sem fram fór í Fífunni og í Egilshöll. Coerver Coaching hefur átt í samstarfi við knattspyrnusambönd og félög víðsvegar í heiminum og aldrei að vita nema framhald verði á þessu hér á landi í framtíðinni.

Fræðslusvið KSÍ vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra er aðstoðuðu okkur við framkvæmd námskeiðsins.

Námskeiðið taldi sem endurmenntun fyrir KSÍ A og KSÍ B þjálfara og var þetta annað endurmenntunarnámskeiðið sem haldið er í vetur. Í fyrra skiptið kom Magni Mohr hingað til lands og hélt námskeið um fitness þjálfun fyrir knattspyrnumenn. Það námskeið var sömuleiðis vel sótt en þá komu 71 manns. Magni mun halda annað námskeið helgina 19. - 20. janúar en þar verður viðfangsefnið hraða- og snerpuþjálfun, upphitun og endurheimt.