• mán. 07. jan. 2013
  • Landslið

U17 kvenna - Tveir vináttulandsleikir gegn Dönum í lok janúar

U17 landslið kvenna
ksi-u17kvenna

Knattspyrnusambönd Íslands og Danmerkur hafa komist að samkomulagi um að U17 kvennalandslið þjóðanna leiki tvo vináttulandsleiki í lok janúar.  Leikið verður hér á landi, í Kórnum sunnudaginn 27. janúar kl. 13:30 og í Akraneshöllinni, þriðjudaginn 29. janúar kl. 15:00.

Danir heimsóttu Íslendinga heim á síðasta ári einnig með U17 kvennaliðið sitt og léku þá tvo vináttulandsleiki í Egilshöll.  Íslenska liðið vann fyrri leikinn, 2 - 1 en seinni leiknum lauk með markalausu jafntefli.