Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ 2012
Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2012. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi.
Tilnefningar gætu til dæmis tengst bættri umgjörð fyrir konur í fótbolta, aðgerðum til að minnka brottfall minnihlutahópa, aðgerðum til að auka áhuga almennings á knattspyrnu kvenna, aðgerðum til að jafna aðgang minnihlutahópa að íþróttafélögum, aukin fjölmiðlaumfjöllun um konur eða minnihlutahópa í íþróttum o.s.frv.
Viðurkenningin afhent á ársþingi KSÍ á Hilton Reykjavík Nordica þann 9. febrúar næstkomandi
Tilnefningar skulu sendar í tölvupósti á klara@ksi.is, fyrir 1. febrúar næstkomandi