• fim. 27. des. 2012
  • Landslið

U21 karla - Eyjólfur Sverrisson áfram með liðið

Úr leik Íslands og Þýskalands - Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson
Isl-Thys_U21_2010_006

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005. 

Næsta verkefni liðsins er vináttulandsleikur gegn Wales ytra, 6. febrúar næstkomandi en þann 31. janúar verður svo dregið í undankeppni EM U21 karla 2015.  Úrslitakeppnin það ár fer fram í Tékklandi.