• mið. 19. des. 2012
  • Landslið

A karla - Ísland upp um 6 sæti

Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið
fifaworldranking2008

Íslenska karlalandsliðið fer upp um 6 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.  Ísland er í 90. sæti listans en Spánverjar halda sem fyrr fast í toppsæti listans.  Landslið frá Evrópu raða sér í 10 af 12 efstu sætum listans að þessu sinni.

Af mótherjum Íslands í undankeppni HM 2014 er það að frétta að Sviss er í 12. sæti listans, Noregur í 24. sæti og Slóvenía í 49. sæti.  Albanía er í 63. sæti og Kýpur í 132. sæti. 

Þegar dregið var í riðla í þessari undankeppni, í júlí 2011, voru Norðmenn í efsta styrkleikaflokki, Slóvenía í öðrum og Sviss í þeim þriðja.  Albanir voru í fjórða styrkleikaflokki, Kýpur í þeim fimmta  og Ísland í sjötta styrkleikaflokki.

Styrkleikalisti FIFA - karla