• fös. 14. des. 2012
  • Landslið

U17 karla - Þorlákur Árnason ráðinn landsliðsþjálfari

Þorlákur Árnason
Laki-Arna

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U17 karla og tekur við af Gunnari Guðmundssyni. Þorlákur hefur m.a. þjálfað meistaraflokka karla hjá Val, Fylki og Stjörnunni ásamt því að hafa þjálfað fjölda yngri flokka.   

Hann náði frábærum árangri sem þjálfari  U17 kvenna og fór m.a. með liðið í fjögurra liða úrslit á EM 2011.  Hann er núverandi þjálfari hjá Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna.

Samningurinn við Þorlák tekur gildi 1. janúar 2013.