• þri. 11. des. 2012
  • Landslið

A kvenna - Vináttulandsleikur gegn Skotum 1. júní á Laugardalsvelli

byrjunarlið
Byrjunarlid-Island-Nordur-Irland

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 1. júní 2013.  Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð sem hefst 10. júlí.

Þar með endurgjalda Skotar heimsókn Íslands þegar A landsliðið og U23 landsliðið léku leiki í Skotlandi í ágúst á þessu ári.

A landslið þjóðanna hafa sjö sinnum mæst áður og hefur Ísland fjórum sinnum haft sigur, tvisvar sinnum hafa leikar endað jafnir og Skotar unnið einu sinni.  Skotar eru í 23. sæti á nýjum styrkleikalista kvenna hjá FIFA en Íslendingar eru í 15. sæti.

Stefnt er að að kvennalandsliðið leiki að minnsta kosti 7 leiki fram að úrslitakeppninni en framundan er m.a. Algarvemótið sem leikið verður í mars.